Vaðið er beint út á sandingum og veitt á milli eyjanna, gott er að fókusa á að kasta útað hinni eyjunni en af og til kasta í áttina að nær eyjunni. Þetta er fyrst og fremst silungastaður þó auðvitað geti leynst lax þarna.
Gífurlega skemmtilegur staður.
Vaðleið : yfirleitt er þessi staður veiddur niður að þrengingunni á milli eyjanna og þá farið og veitt hinn staðinn í kvíslunum.
Ef að sett er í fisk og hann missist niður fyrir þá geturu vaðið meðfram vinstri eyjunni og beint í land þar. Alls ekki elta strauminn lengra niður þar sem það tekur við hyldýpi.