Siglingaferð til Nusa Lembongan hefur verið ógleymanlegur partur af ferðum okkar hjá Sumarferðum. Komdu um borð á þennan einstaka 23m catamaran bát sem er hannaður til þess að hámarka jákvæða upplifun ferðamanna. Stoppað verður á þremur stöðum fyrir þá sem langar að snorkla og sjá fallegt sjávarlíf við strendur Nusa Lembongan og Nusa Penida. Í verðinu er falinn hádegisverður og óáfengir drykkir ásamt smá frítíma til þess að skoða sig um á Nusa Lembongan. Gleyjum ekki fallega sólsetrinu á leiðinni heim sem er fullkomið útsýni fyrir myndirnar til þess að senda heim.